virka kútar af bar?

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.

virka kútar af bar?

Postby bjarni » 1. Feb 2011 22:27

Sælir.
Mér hefur boðist að kaupa 23L kút af bar ódýrt. Hvernig er reynslan af þessu?
Er ekkert mál að nota þá eða þarf maður að modda þá einhvern helling til að geta fyllt á þá sjálfur, tengt við kolsýru o.s.frv.?

Takktakk.
Fyrirhugað: All verulega al íslenskur all grain gruit með vallhumal og mjaðurt.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Fíflavín.
Á flöskum: Krækiberjavín.
Bruggað: 80l.
Beint á safnhauginn: Fífla- og njólarótabjór (bjakk)
User avatar
bjarni
Villigerill
 
Posts: 23
Joined: 11. May 2010 23:57

Re: virka kútar af bar?

Postby Stebbi » 1. Feb 2011 22:40

Ef þú ert að tala um Sankey kúta sem er svona ál-tunnur eins og Egils og Vífilfell nota undir bjórinn þá er hægt að nota þá. Þú þarft að vísu að panta þér kúplingu á þá á netinu og modda aðeins á þeim læsinguna eða bora í splitti eftir því hvora tegundina þú færð.

Hvert er annars verðið á þeim? Mín skoðun er sú að það má ekki borga mikið yfir 2000kall fyrir kútinn miðað við vinnuna sem þarf að leggja í við að þrífa þá og breyta læsingum. En á móti kemur að maður kemur 23 til 25 lítrum á þá eftir tegundum sem er kassanum meira en fer á Corny.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
Stebbi
Kraftagerill
 
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: virka kútar af bar?

Postby snorripet » 1. Feb 2011 23:22

Sælir, þetta er fyrsta kommentið mitt í þessu kerfi.
Ég er með gamlan stálkút (af bar? hugsanlega) hann er 30 lítra. Ég fór í ISAGA í dag og náði í kút til að tengja. Tengibúnaðinn á ég og er hann þannig úr garði gerður að hann CO2 þrýstingurinn þrýstir kolsýrðum bjórnum upp í kranann með viðkomu í stálspíral sem maður getur látið liggja í klakavatni ef maður vill. Sem sagt; mikil snilld.

Nú var ég bara að fá þessa græju og hún virkar ekki sem skildi. Inn á kútinn er ég að setja 3 bar þrýstingur og bjórinn kemur jú upp í kranann en hann er algerlega flatur. Littlu skiptir hvað ég fikta í þrýstingnum. Ég er ráðþrota, hvað segið þið snillingar?
snorripet
Villigerill
 
Posts: 9
Joined: 1. Feb 2011 22:59

Re: virka kútar af bar?

Postby bjarni » 1. Feb 2011 23:53

Ég held að trikkið sé að hafa yfirþrýsting á kútnum í nokkra daga og hrista reglulega, annars hef ég ekki reynslu af þessu ennþá.
Fyrirhugað: All verulega al íslenskur all grain gruit með vallhumal og mjaðurt.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Fíflavín.
Á flöskum: Krækiberjavín.
Bruggað: 80l.
Beint á safnhauginn: Fífla- og njólarótabjór (bjakk)
User avatar
bjarni
Villigerill
 
Posts: 23
Joined: 11. May 2010 23:57

Re: virka kútar af bar?

Postby kristfin » 1. Feb 2011 23:55

ef þú dælir í gegnum stálspíralinn, þá þarftu að auka þrýstinginn sem því nemur. fer eftir því hvað hann er langur.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
 
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: virka kútar af bar?

Postby bjarni » 2. Feb 2011 00:18

Þetta hlljómar soldið skerí þegar þú segir þetta, modda læsinguna og panta eitthvað sem passar af netinu, en þetta er kannski augljósara þegar maður er kominn með kút í hendurnar.
Ertu að tala um svona kegerator conversion kit eins og þetta: http://www.beveragefactory.com/draftbee ... kits.shtml

Snýst moddið á læsingunni um að breyta yfir í amerískan skrúfgang?
Er ekki hægt að fá bara eins tengingu og barinn sjálfur er með?

Hvernig þrífur maður annars svona kúta? Af hverju er það mikil vinna?
Maður þarf væntanlega að gera það eftir hverja einustu lögn.

Annað: Ég get keypt bæði 23L venjulegan kút eða 25L Guinnes kút. Er annað einfaldara? Ég gæti ímyndað mér að það sé einfaldara að koma guinnes kútnum í ísskáp því hann er svo samanrekinn.

Takk aftur.
Fyrirhugað: All verulega al íslenskur all grain gruit með vallhumal og mjaðurt.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Fíflavín.
Á flöskum: Krækiberjavín.
Bruggað: 80l.
Beint á safnhauginn: Fífla- og njólarótabjór (bjakk)
User avatar
bjarni
Villigerill
 
Posts: 23
Joined: 11. May 2010 23:57

Re: virka kútar af bar?

Postby Eyvindur » 2. Feb 2011 08:33

Guinness kúturinn gæti verið þægilegri, en ég veit ekki hvort það geti verið að þeir séu hannaðir öðruvísi þar sem það er notað bjórgas (kolsýra og köfnunarefni, ekki hrein kolsýra) á þá. Eflaust er það ekki raunin, en betra að vera viss.

Annars veit ég að þetta er heljarinnar vesen, sérstaklega þrifin á kútnum. Vertu viss um að þú sért með það fullkomlega á hreinu hvað þú ætlar að gera áður en þú gerir nokkuð, því annars gætirðu setið uppi með fullt af drasli sem þú hefur svo engin not fyrir. Auk þess þarf varla að taka það fram að svona kútar geta verið stórhættulegir ef maður kann ekki að fara með þá.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: virka kútar af bar?

Postby Stebbi » 2. Feb 2011 10:15

Þetta hlljómar soldið skerí þegar þú segir þetta, modda læsinguna og panta eitthvað sem passar af netinu, en þetta er kannski augljósara þegar maður er kominn með kút í hendurnar.

Já þetta er mjög augljóst þegar þú ert búin að ná fyrsta kútnum í sundur.
Snýst moddið á læsingunni um að breyta yfir í amerískan skrúfgang?
Er ekki hægt að fá bara eins tengingu og barinn sjálfur er með?

Þú þarft á einhveri týpuni að taka úr einhverja tamper vörn svo þú þurfir ekki sérstakar græjur í það að opna kútinn í hvert skipti, ekkert sem gerir kútinn hættulegan. Á öðrum þarftu að bora 2mm göt í endan á splitti sem læsir niður stöffinu sem bjórinn kemur út um til þess að geta notað venjulega splittatöng til að opna.
Hvernig þrífur maður annars svona kúta? Af hverju er það mikil vinna?
Maður þarf væntanlega að gera það eftir hverja einustu lögn.


Ég er með 3 sankey kúta með S coupler og þegar ég var búin að bora í splittið til að auðvelda það að opna er ekkert mál að ganga um þetta og þrífa. Þú mátt ekki nota klór í þá en það eru til sérstök hreinsiefni fyrir ál sem er ætlað í matvæli og svo er þetta bara sótthreinsað með joðófórlausn í restina. Pickup rörið og kúplingin má fara í klór eða annað sótthreinsandi efni og eftir því sem ég fæ best séð er hægt að þrífa það án þess að taka það í sundur.

Það sem virðist hafa vafist sem mest fyrir mönnum er að fá á þetta kúplingar, en það er hægt á ebay fyrir tæpa $40US plús sendikostnað, enþá minna ef maður tekur fleiri.
Þetta er ekki eins auðvelt og Corny kútarnir í þrifum en þegar bjórinn er komin í þá tekur þetta meira og er jafn þægilegt í umgengni þar sem það er bara eitt stykki sem fer á toppinn með bæði gas-inn og liquid-out slöngunum.

Nú var ég bara að fá þessa græju og hún virkar ekki sem skildi. Inn á kútinn er ég að setja 3 bar þrýstingur og bjórinn kemur jú upp í kranann en hann er algerlega flatur. Littlu skiptir hvað ég fikta í þrýstingnum. Ég er ráðþrota, hvað segið þið snillingar?


Til að kolsýra bjórinn þarftu meira en 3psi, ég hef verið að setja um 12psi miðað við að bjórinn er í ískáp sem er stilltur á 6°c og kolsýran á honum allan tíman. Þetta segir Beersmith mér að gefi 2.4 atmosphere sem er normið í heimabruggi. Og þetta ferli tekur umþb viku ef þú ert tekur ekki kútinn út til að hrista hann reglulega. Eftir þetta þá geturðu notað 3psi til að ýta bjórnum út úr kútnum.

Image
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
Stebbi
Kraftagerill
 
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: virka kútar af bar?

Postby bjarni » 2. Feb 2011 10:44

Vá takk fyrir ítarlegt svar.
Ég ætla að prófa að kaupa einn og setja mynd hér svo þið getið vonandi sagt mér hvers kyns kúturinn er og hvað þið hafið gert.

Hvar eru menn að kaupa kolsýrutanka og áfyllingar? Ég vona að það sé ekki jafn dýrt og sódastream kolsýran... hún hlýtur að vera unnin úr einhyrningaprumpi :D
Fyrirhugað: All verulega al íslenskur all grain gruit með vallhumal og mjaðurt.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Fíflavín.
Á flöskum: Krækiberjavín.
Bruggað: 80l.
Beint á safnhauginn: Fífla- og njólarótabjór (bjakk)
User avatar
bjarni
Villigerill
 
Posts: 23
Joined: 11. May 2010 23:57

Re: virka kútar af bar?

Postby Stebbi » 2. Feb 2011 10:52

Hvar eru menn að kaupa kolsýrutanka og áfyllingar? Ég vona að það sé ekki jafn dýrt og sódastream kolsýran... hún hlýtur að vera unnin úr einhyrningaprumpi


Frank í Slökkvitæki.is í Hafnarfirði hefur verið með kúta á ágætis verði, minnir að það hafi verið um 25þús fyrir nýjan og fullan kút og þú átt kútinn, ekkert Ísaga leigubull og kúturinn er stimplaður í 15 ár.

Reyndu að komast að því hvaða kúpling er á þessum 23 lítra kút, taktu mynd og gúglaðu "Sankey Coupler" til að bera saman. Guiness kútarnir eru með Sankey U sem er eitthvað öðruvísi en þessar hefðbundnu S og D kúplingar og örugglega erfiðara að fá þær.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
Stebbi
Kraftagerill
 
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: virka kútar af bar?

Postby bjarni » 2. Feb 2011 11:52

Og er það alveg food-grade kolsýra?

Hvað kostar svo að fylla á?

þessi splitti sem maður setur í staðinn, fást þau í byko eða eru þetta einhver spes splitti sem maður þarf að kaupa af netinu?

Takk aftur :beer:
Fyrirhugað: All verulega al íslenskur all grain gruit með vallhumal og mjaðurt.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Fíflavín.
Á flöskum: Krækiberjavín.
Bruggað: 80l.
Beint á safnhauginn: Fífla- og njólarótabjór (bjakk)
User avatar
bjarni
Villigerill
 
Posts: 23
Joined: 11. May 2010 23:57

Re: virka kútar af bar?

Postby Stebbi » 2. Feb 2011 14:31

bjarni wrote:Og er það alveg food-grade kolsýra?

Hvað kostar svo að fylla á?

þessi splitti sem maður setur í staðinn, fást þau í byko eða eru þetta einhver spes splitti sem maður þarf að kaupa af netinu?

Takk aftur :beer:


Ef þú færð kút með splitti þá notarðu sama splittið aftur, þetta er C-splitti og það þarf að bora göt í endana á því til að nota 500kr splittatöng til að ná því næst úr. Þú getur líka keypt eitthvað Sankey multitool til að ná því úr en það er ódýrara að bora.

Þessi kolsýra er sú sama og Ísaga selur þér.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
Stebbi
Kraftagerill
 
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: virka kútar af bar?

Postby kristfin » 2. Feb 2011 15:31

þarf þetta splitti nokkuð þegar verið er að nota þessa kúta í heimabrugg. er þetta ekki bara þegar verið er að loka þeim í verksmiðjunni svo hver sem er fari ekki að skrúfa þetta í sundur.

ég á einn svona kút og nota ekki splittið. held meiraðsegja að ég hafi týnt því
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
 
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: virka kútar af bar?

Postby snorripet » 2. Feb 2011 22:00

Til að kolsýra bjórinn þarftu meira en 3psi, ég hef verið að setja um 12psi miðað við að bjórinn er í ískáp sem er stilltur á 6°c og kolsýran á honum allan tíman. Þetta segir Beersmith mér að gefi 2.4 atmosphere sem er normið í heimabruggi. Og þetta ferli tekur umþb viku ef þú ert tekur ekki kútinn út til að hrista hann reglulega. Eftir þetta þá geturðu notað 3psi til að ýta bjórnum út úr kútnum.


Sælir aftur. Ég var sem sagt með 3 bör en ekki 3 psi. Vegir internetsins hafa sýnt mér að það er 43 psi sem er svolítið mikið.
Ég er semsagt með hjálp ykkar búinn að komast að því að þetta tekur víst nokkra daga (já, ég vissi það ekki og skammast mín ekkert fyrir það).
Hins vegar er ég búinn að leita með logandi ljósi um vegi internetsins eftir credible aðila sem segir mér hversu mikinn þrýsting ég á að setja á við stofuhita og hveru marga daga það tekur. Ég er ekki áskrifandi á Breewsmith þannig að ég var að velta því fyrir mér hvort einhver nennti að svara þessu?
Annars eruð þið miklir snillingar og þetta spjall er svo oft gersamlega búið að redda mér.
snorripet
Villigerill
 
Posts: 9
Joined: 1. Feb 2011 22:59

Re: virka kútar af bar?

Postby Eyvindur » 2. Feb 2011 22:19

Þetta er ekki alveg svo einfalt að hægt sé að nefna ákveðna tölu. Þetta snýst í fyrsta lagi um bjórstílinn, þ.e. hvað sé við hæfi að hafa mikla kolsýru í bjórnum, en svo kemur ýmislegt annað inn í, til dæmis hitastig, lengd og innanmál slöngunnar sem bjórinn flæðir um, hæðin frá kútnum og upp í kranann (eða frá miðjunni á kútnum, öllu heldur), o.s.frv.

Ég fann eitthvað reiknidót sem menn láta vel af, en ég hef ekki prófað það sjálfur. Um að gera að kíkja á það samt. http://www.homebrewtalk.com/f84/beer-line-length-pressure-calculator-35369/
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: virka kútar af bar?

Postby kristfin » 3. Feb 2011 11:01

við stofuhita, 20°c, ættirðu að vera með 26pund = 1.8bar til að fá 2.4 volumes af co2 í bjórinn.

settu 3 bör á bjórinn í sólarhring. lækkaðu síðan í 1.8 bör. ef þú ert óþolinmóður, geturðu hrist kútinn, annars tekur þetta svona 3 vikur.

1 bar = 14.5037738 pounds per square inch
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
 
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: virka kútar af bar?

Postby Stebbi » 4. Feb 2011 11:06

Ég er ekki áskrifandi á Breewsmith þannig að ég var að velta því fyrir mér hvort einhver nennti að svara þessu?
Annars eruð þið miklir snillingar og þetta spjall er svo oft gersamlega búið að redda mér.


BeerSmith er forrit sem er notað í heimabruggi, þú getur downloadað trial á http://www.brewsmith.com/download.htm og svo ef þér líkar það þá kostar það $21,95 fyrir fulla útgáfu. Svo er líka sterkur leikur að mæta á næsta mánudagsfund með poka fullan af spurningum og annan fyrir svörin, það er oft mun auðveldara að útskýra svona í eigin persónu. Svo er líka gaman að sjá andlitin á bakvið þessi notendanöfn hérna og oft á tíðum að fá að smakka góðan heimabruggaðan bjór.

kristfin wrote:þarf þetta splitti nokkuð þegar verið er að nota þessa kúta í heimabrugg. er þetta ekki bara þegar verið er að loka þeim í verksmiðjunni svo hver sem er fari ekki að skrúfa þetta í sundur.


Ef að splittið er ekki þá er alltaf hætta á að pickup rörið geti snúist og hætt að þétta, þá missir maður þrýstinginn út.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
Stebbi
Kraftagerill
 
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: virka kútar af bar?

Postby Eyvindur » 4. Feb 2011 11:44

Benda má á að hægt er að fá frítt, opensource bruggforrit, sem virðist virka alveg ágætlega.

http://brewtarget.sourceforge.net/
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: virka kútar af bar?

Postby kristfin » 4. Feb 2011 12:30

Stebbi wrote:
Ég er ekki áskrifandi á Breewsmith þannig að ég var að velta því fyrir mér hvort einhver nennti að svara þessu?
Annars eruð þið miklir snillingar og þetta spjall er svo oft gersamlega búið að redda mér.


BeerSmith er forrit sem er notað í heimabruggi, þú getur downloadað trial á http://www.brewsmith.com/download.htm" onclick="window.open(this.href);return false; og svo ef þér líkar það þá kostar það $21,95 fyrir fulla útgáfu. Svo er líka sterkur leikur að mæta á næsta mánudagsfund með poka fullan af spurningum og annan fyrir svörin, það er oft mun auðveldara að útskýra svona í eigin persónu. Svo er líka gaman að sjá andlitin á bakvið þessi notendanöfn hérna og oft á tíðum að fá að smakka góðan heimabruggaðan bjór.

kristfin wrote:þarf þetta splitti nokkuð þegar verið er að nota þessa kúta í heimabrugg. er þetta ekki bara þegar verið er að loka þeim í verksmiðjunni svo hver sem er fari ekki að skrúfa þetta í sundur.


Ef að splittið er ekki þá er alltaf hætta á að pickup rörið geti snúist og hætt að þétta, þá missir maður þrýstinginn út.


ég þarf að nota stóru rörtöngina hans afa til að skrúfa rörið upp, og þá er enginn þrýstingum :)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
 
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: virka kútar af bar?

Postby gunnarolis » 4. Feb 2011 14:52

Kolsýra er bara kolsýra, það er ekki til nein food grade kolsýra.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
 
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: virka kútar af bar?

Postby benedikt.omarsson » 9. Mar 2011 16:09

gunnarolis wrote:Kolsýra er bara kolsýra, það er ekki til nein food grade kolsýra.


Ísaga selur það sem kallast Biocon kolsýru. Þetta er eins og venjulega bara CO2 á kút, en þetta hefur fengið vottun frá heilbrigðiseftirliti um að engin önnur gös séu til staðar.

Hins vegar er alger óþarfi að vera að eyða peningum í þetta. Ég held að yfirleitt séu einu aukagösin í CO2 kútum, N2, O2 og vatn en í fáranlega litlu magni. Ég er sjálfur að fara hægt og rólega að koma mér af stað í bruggun og var að hugsa um að mæla magn/tilvist snefilgasa í venj. CO2 kút. Ef ég geri það skal ég henda inn upplýsingum um þetta hér, svona að ganni fyrir nörda.
benedikt.omarsson
Villigerill
 
Posts: 5
Joined: 9. Mar 2011 15:59


Return to Heimasmíði og Græjur

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests