Jólabjór

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.

Jólabjór

Postby Eyvindur » 19. Oct 2009 20:11

Þetta er uppskrift sem ég tók nánast algjörlega óbreytta úr BYO. Þetta er kryddað hátíðaröl. Einu breytingarnar sem ég gerði var að ég skipti út humlum (átti ekki þá sem áttu að vera) og í staðinn fyrir að nota 8 kg af ensku grunnmalti notaði ég 5 af pilsner og 3 af munich.

Uppskriftin er svona:

5 kg Pilsner
3 kg Munich
312 g Crystal 80
99 g Black patent

25 g Nugget í 60 mínútur

1/4 tsk kanill í 1 mín
1/2 tsk engifer í 1 mín
1/8 tsk múskat í 1 mín
1/8 tsk allspice í 1 mín

Var að hefja meskingu við 67°C. Stefni á 90 mín suðu.

Ég þarf að bæta tölum við síðar, þar sem ég er ekki með uppskriftina fyrir framan mig. Reyndar er erfitt að sirka á nýtni, því ég hef aldrei gert svona rosalega stóran bjór áður. Ef ég verð í kringum 65% ætti hann að vera í kringum 9%. Ef ég verð í kringum 75% færi hann í ca. 11%... Uppskriftin miðar við 65, og mig grunar að ég verði nær því.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Postby kristfin » 19. Oct 2009 21:07

þetta er spennandi.
hlakka til að fá að smakka þennan.

hvernig bragð er allspice að gefa? ertu með öll þessi krydd í duftformi?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
 
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Jólabjór

Postby Eyvindur » 19. Oct 2009 21:37

Já, gleymdi að taka það fram. Allt kryddið er þurrkað og malað.

Allspice er eins og blanda af pipar og kanil, finnst mér... En ég veit ekki hvað það gerir, hafði aldrei séð þetta fyrr en í kvöld.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Postby Eyvindur » 20. Oct 2009 00:59

Hann endaði í eitthvað rúmlega 20l (sé ekki alveg fyrir froðu núna), og OG í 1.087, sem er innan skynsamlegra marka. Get ekki reiknað neitt út almennilega fyrr en ég sé hvað þetta endaði í mörgum lítrum nákvæmlega (mér reiknast til að það séu 23, sem þýðir rúmlega 70% nýtni og eitthvað í kringum 8,5%, sem ég get vel fellt mig við). Flotvogarsýnið bragðast eins og nammi. Ég hlakka geysilega til að smakka þennan.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Postby Oli » 20. Oct 2009 11:29

Hvaða ger notaðirðu í þetta?
Ég var að spá í svipaðri uppskrift, kannski ég geri afbrigði af þessari.
Ætli Chinook humlar séu ekki ágætir í stað Nugget?
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Oli
Undragerill
 
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jólabjór

Postby Eyvindur » 20. Oct 2009 12:01

Jú, ég ætlaði einmitt að nota Chinook, en komst ekki til að sækja þá. Vildi heldur nota Nugget en Simcoe, þar sem ég vildi hafa þá sem hlutlausasta. Það er aðalmálið - að fá sem minnst bragð af humlunum svo þeir þvælist ekki fyrir kryddinu.

Ég notaði tvo pakka af Nottingham í þessu, en það var mælt með því geri í uppskriftinni. Reyndar var þetta ögn meira en mælt var með, en bæði var þetta meira en til stóð og svo var gerið orðið svolítið gamalt (rennur út í þessum mánuði), þannig að ég þorði ekki öðru. Þegar svona sterkir bjórar eru annars vegar skiptir tvennt mestu máli: Að hitastigið sé hárrétt (er í 20°C hjá mér, sem er það sem er mælt með í uppskriftinni) og að maður setji nóg af geri. Annars er hætta á miklu áfengisbragði.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Postby Oli » 20. Oct 2009 13:01

Ég er að bíða eftir Nottingham geri, spurning hvort að S-04 henti ekki í þetta líka?
Í þeim uppskriftum sem ég hef verið að skoða þá er yfirleitt sett meira af kryddi, spáðirðu í að auka kryddið í þessari?
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Oli
Undragerill
 
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jólabjór

Postby dax » 20. Oct 2009 14:33

Ég er að sjóða saman jólabjóruppskrift fyrir morgundaginn og var að spá í einhverju svona (ef jón í ölvisholti getur tekið á móti mér og afgreitt mig um Munich I malt (annars sleppi ég því bara).

Hvort finnst ykkur að ég ætti að gerja þetta með Safale 04 (live brewery yeast 2nd generation) eða Lagergeri (live brewery yesast 4th generation)?

Code: Select all
Recipe: Jólabjór - 2009
Einhverskonar Lager eða Ale - allavegana jóla.

Recipe Overview
 
Wort Volume Before Boil: 52.00 l
Wort Volume After Boil: 50.00 l
Volume Transferred: 48.00 l
Water Added: 0.00 l
Volume At Pitching: 48.00 l
Final Batch Volume: 46.00 l
Expected Pre-Boil Gravity: 1.059 SG
Expected OG: 1.067 SG
Expected FG: 1.013 SG
Expected ABV: 7.2 %
Expected ABW: 5.6 %
Expected IBU (using Tinseth): 25.3
Expected Color: 16.3 SRM
Apparent Attenuation: 79.4 %
Mash Efficiency: 70.0 %
Boil Duration: 60.0 mins
Fermentation Temperature: 16 degC

Fermentables
German Pale Ale Malt 11.00 kg (76.4 %) In Mash/Steeped
German Munich Malt 1.800 kg (12.5 %) In Mash/Steeped
German CaraMunich II 0.600 kg (4.2 %) In Mash/Steeped
Sugar - Honey 0.500 kg (3.5 %) End Of Boil
Sugar - Púðursykur (Dökkur) 0.500 kg (3.5 %) End Of Boil

Hops
German Hallertauer Magnum (11.0 % alpha) 34 g Loose Pellet Hops used All Of Boil
German Perle (8.0 % alpha) 24 g Loose Pellet Hops used 30 Min From End
UK Fuggle (4.3 % alpha) 20 g Loose Pellet Hops used 5 Min From End

Other Ingredients
Orange, cut in boats 60 g used In Mash
Ginger Root 40 g used In Boil
Cinnamon Stick 20 g used In Boil
Orange Peel, Bitter 8 g used In Boil

Yeast: Live Brewery Yeast (ALE eða Lager)

Mash Schedule
Mash Type: Full Mash
Schedule Name:Single Step Infusion (68C/154F) w/Mash-Out
Step: Rest at 68 degC for 60 mins
Step: Raise to and Mash out at 77 degC for 10 mins

Recipe Notes
In Boil nótur fyrir aukaafurðir eru allar 15 mín fyrir suðulok.
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
User avatar
dax
Kraftagerill
 
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur

Re: Jólabjór

Postby sigurdur » 20. Oct 2009 14:50

Ölger ef þú ætlar að ná þessu fyrir jólin fyrir mitt leiti a.m.k.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
 
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Postby dax » 20. Oct 2009 15:13

Já - það er trúlega réttast að gera það. Ég var að vonast eftir að hafa þetta bock - en það næst tæplega fyrir jól.

Þetta verður þá bara Belgian - Dubbel í staðinn! :vindill:
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
User avatar
dax
Kraftagerill
 
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur

Re: Jólabjór

Postby Eyvindur » 20. Oct 2009 22:30

Oli wrote:Ég er að bíða eftir Nottingham geri, spurning hvort að S-04 henti ekki í þetta líka?
Í þeim uppskriftum sem ég hef verið að skoða þá er yfirleitt sett meira af kryddi, spáðirðu í að auka kryddið í þessari?


Jú, S-04 er örugglega mjög fínt í þetta. Ég notaði bara Nottingham því ég átti það til og það var tiltekið í uppskriftinni. Ætlaði reyndar fyrst að nota S-04, því mig minnti að ég ætti ekki nema einn pakka af Nottingham, en svo átti ég meira, þannig að ég valdi það.

Varðandi kryddið er svarið nei. Þetta er í fyrsta sinn sem ég geri kryddaðan bjór og ég ákvað að taka enga sénsa með það. Finna uppskrift sem væri reynd og vottuð (þess vegna valdi ég uppskrift úr BYO en ekki af netinu - þær geta verið allavegana), til að vera alveg viss um að fá ekki eitthvað ódrekkandi. Svo tók ég líka þann pólinn í hæðina að ef mér þætti of lítill kryddkarakter væri lítið mál að bæta við meira í secondary. Á hinn bóginn yrði mun erfiðara að bjarga bjórnum ef ég setti of mikið krydd í hann. En ef eitthvað er að marka smakkið af virtinum í gærkvöldi verður feykinógur kryddkarakter í þessum.

Það er vert að benda á eitt, í þessu samhengi. Það er alla jafna mjög erfitt að eyðileggja bjór (að því gefnu að hann sýkist ekki eða maður klúðri hitastigi mjög svakalega eða e-ð slíkt). Hins vegar er krydd mjög góð leið til þess. Þumalputtareglan "less is more" á vel við hér. Maður verður að fara gætilega í kryddbjóra, og fara sér hægt. Frekar setja minna í suðuna og bæta þá við fyrir töppun ef manni finnst eitthvað vanta upp á.

Annars er það að frétta af þessum að gerjunin er í blússandi gangi. Ég rétt náði að taka vatnslásinn (sem var orðinn fullur af froðu) úr fötunni og skella upp blow-off tube áður en hann sprengdi lokið af fötunni. Ekki hægt að segja annað en að þetta sé hressilegt. Hins vegar hef ég smá áhyggjur, því mér tekst illa að ná hitastiginu niður. Það er 1-2 gráðum of heitt. Ég er að vinna í að lækka það... Vonum það besta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Postby Eyvindur » 21. Oct 2009 01:01

Úff... Blow off slangan mátti sín lítils. Lokið skrapp af og allt fór að flæða út. Ég náði sem betur fer að góma það áður en mikið fór niður á gólf. En núna vellur þetta upp og ég get ekkert gert nema vona að sem minnst sullist (er með lok af bala undir þessu (balarnir eru of litlir)). Ég tók gúmmíið úr gatinu og er núna bara með glas á hvolfi yfir gatinu til að passa að engir aðskotahlutir detti ofan í fötuna. Góðu fréttirnar eru þær að ég fann stað sem er í réttu hitastigi, þannig að kannski slepp ég með skrekkinn hvað varðar áfengisbragð.

Úff, þetta eru glaðir gerlar.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Postby sigurdur » 21. Oct 2009 08:34

Það er ekkert smá mikið fjör í gangi þín megin .. mínir búbbla bara hamingjusamlega og rólega
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
 
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Postby Eyvindur » 21. Oct 2009 10:01

Mikil kátína hjá mínum. Ég vona samt að þetta fari að róast fljótlega. Þetta er býsna subbulegt og ég á von á gestum í skúrinn um helgina. Eins og þetta er skemmtilegt er ansi sterk lykt í skúrnum sem stendur. Þarf að ná að þrífa rækilega og losna við lyktina áður en gestirnir mæta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Postby Oli » 21. Oct 2009 10:13

Jáhá þannig að maður má búast við látum þegar þetta verður sett í.
En segðu mér hvar fékkstu allspice, í hvernig umbúðum er þetta osvfrv? Þetta er víst kallað ýmsum nöfnum, allrahanda krydd, jamaíkupipar ofl.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Oli
Undragerill
 
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jólabjór

Postby Eyvindur » 21. Oct 2009 10:47

Ég endaði á því að fá það gefins. Fann það ekki í Hagkaupum. Hef ekki hugmynd um hvar það fæst.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Postby Oli » 21. Oct 2009 13:20

Ég fann þetta krydd út í búð, heitir Allrahanda krydd ef fleiri fara að leita af því. Þá ætti ég að vera með allt í þetta fyrir helgina.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Oli
Undragerill
 
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jólabjór

Postby Oli » 21. Oct 2009 23:10

Eyvindur, getur þú smellt inn uppskriftinni úr beertools með öllum tölum svona til viðmiðunar
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Oli
Undragerill
 
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jólabjór

Postby Oli » 26. Oct 2009 09:34

Ég lagði í þennan í gær, með breytingum þó. Ætlaði í 15 lítra en endaði uppi með 17 lítra við 1,072 þannig að hann verður ekki eins sterkur og áætlað var, kannski um 7-8 %.
Setti 2 bréf af s-04 þurrgeri í um kl 17 í gær, engin sjáanleg gerjunarmerki í morgun.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Oli
Undragerill
 
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jólabjór

Postby dax » 29. Oct 2009 04:39

Gekk vel í kvöld, bruggkvöld. Jólabjórinn verður með appelsínum og engiferi í forgrunni - fuggles þar á eftir, negull, kanill og vanillukeimur. :) Safale 04 við u.þ.b. 16°C í 14 daga. 2°C lagering í 12 daga, 2ja daga 14°C rest fyrir bottling. Fínt að byrja skenkja sér viku fyrir jól. :)

Gleðileg jól. :)
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
User avatar
dax
Kraftagerill
 
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur

Re: Jólabjór

Postby Eyvindur » 26. Nov 2009 15:22

Var að taka FG af þessum áðan og smakka, til að geta tekið ákvörðun um hvort hann þurfi að eldast frekar í secondary, hvort ég þurfi að bæta við kryddi o.s.frv. FG endaði í 1.017, sem er fullkomið. Þrátt fyrir að hitastigið hafi verið að stríða mér er ekkert heitt áfengisbragð, þótt maður finni vel fyrir áfenginu, óneitanlega - en á góðan hátt. Kryddið er mjög lúmskt, alls ekki yfirgnæfandi, en spilar undursamlega með sætunni og áfenginu, og heildin er frábær. Eins og við er að búast er ekkert humlabragð og beiskjan fellur alveg í skuggann af sætunni - en þannig á góður vetrarbjór líka að vera. Samkvæmt mínum útreikningum er hann 9,3%, sem er mjög nærri lagi. Hann fer á flöskur í næstu viku, enda finnst mér óþarfi að láta hann eldast lengur - fyrir utan nokkrar flöskur sem ég mun fela í ár. Ég hlakka mikið til að fá mér þennan til að ylja mér á köldum desemberkvöldum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Postby Bjössi » 26. Nov 2009 22:04

Heyrðu sko....
þetta er bara must að smakka á mánudags hittingi í janúar, þú verður að mæta með eina flösku :D
Bjössi
Gáfnagerill
 
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Jólabjór

Postby Eyvindur » 27. Nov 2009 09:18

Geri mitt besta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Postby Eyvindur » 6. Dec 2009 12:01

Jæja, loksins fer þessi á flöskur í kvöld... Síðasti séns svo hann verði pottþétt tilbúinn fyrir jól.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Postby Eyvindur » 12. Dec 2009 12:44

Smakkaði þennan eftir 5 daga á flösku. Jú, bragðið er unaðslegt, en enn er ekki vottur af kolsýru. Nú er bara spurning hvað maður þorir að gefa þessu mikinn tíma áður en maður opnar allar flöskurnar og bætir örlitlu geri út í... Allavega nokkra daga enn...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður


Return to Hvað er að gerjast?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests

cron